Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Vimeo myndbönd í eina sæng með LinkedIn

Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur nú sjaldan verið jafn mikilvægur fyrir fyrirtæki í því að breikka ímynd sína á samfélagsmiðlum. Fyrirtækjasíður á LinkedIn (e. Company Pages) er einn vettvangur fyrir fyrirtæki að koma sér á framfæri til þess að ná til fólks í atvinnulífinu og annarra viðskiptavina.

Vimeo, sem er oft notaður sem myndbandsgagnagrunnur hefur farið í eina sæng með LinkedIn með því að bjóða upp á að samtengja öll myndbönd sem eru sett inn á Vimeo á fyrirtækjasíðurnar á LinkedIn. Þetta einfaldar lífið fyrir marga notendur sem nota mikið af myndböndum og vilja halda utan um það á einum stað.

Við hvetjum alla til þess að skoða betur fyrirtækjasíður LinkedIn og ef að fyrirtækið þitt er ekki með eina að þá drífa í því.

Vimeo myndböndin fara nú auðveldlega inn á fyrirtækjasíður LinkedIn.
 
Samfélagsmiðlanördar
Lokaður group · 19 meðlimir
Gerast meðlimur
Hvetjum þig til þess að koma í Facebook hópinn okkar þar sem við fylgjumst með því nýjasta á samfélagsmiðlum.
 
Athugasemdir