Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Um Papaya

Papaya ehf. var stofnað árið 2017 af Magnúsi Sigurbjörnssyni og hefur sérhæft sig í ráðgjöf á sviði samfélagsmiðla ásamt þróun stafrænna aðstoðarmanna.

Í lok árs 2018 tók Papaya nokkrum breytingum og opnaði nýjan vef sem er bæði upplýsinga- og kennsluveita um samfélagsmiðla. Á vefnum verða upplýsingar um helstu nýjungar á samfélagsmiðlum og hvernig einstaklingar og/eða fyrirtæki geta nýtt sér samfélagsmiðlana á sem bestan og einfaldastan hátt. Papaya býður einnig upp á námskeið fyrir þá sem vilja læra betur á samfélagsmiðlana.

Papaya mun halda áfram á nýju ári að bjóða upp á tæknilegar lausnir fyrir samfélagsmiðla sem að einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér fyrir sína samfélagsmiðla.

Það er auðvelt að heyra í okkur í gegnum Messenger eða í gegnum tölvupóst.

 
Samfélagsmiðlanördar
Lokaður group · 19 meðlimir
Gerast meðlimur
Hvetjum þig til þess að koma í Facebook hópinn okkar þar sem við fylgjumst með því nýjasta á samfélagsmiðlum.