Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Tvær Facebook herferðir sem að allir eiga að hafa í gangi

Auglýsingaherferðir á Facebook geta verið af ýmsum toga en í dag ætlum við að skoða þessar tvær herferðir sem við mælum með að þú hafir alltaf í gangi. Á Facebook getum við einblítt á markhópa af ýmsum stærðum og gerðum en það sem við ætlum að skoða í dag er það sem er tengt fólki sem hefur sýnt áhuga á fyrirtækinu þínu.

Við ætlum að kalla þessar herferðir kalda og heita pottinn.

Kaldi potturinn

Það hanga fáir lengi í kalda pottinum. Þegar þú ferð í kalda pottinn til þess að kynna fyrirtækið þitt hefur þú afskaplega lítinn tíma. Það er fyrsta skrefið í kalda pottinum. Við viljum reyna að ná til fólks sem hefur alls ekki heyrt um okkur og búa þar til aukna vitund um fyrirtækið okkar. Svo ef að það sýnir því áhuga mun það gefa þér meiri tíma og hanga lengur í pottinum, mögulega koma með þér í heita pottinn.

Í þessari herferð ætlum við að einblína á að kynna fyrirtækið. Í þessu tilviki ætlum við að nota Myndbandsbirtingarherferð (e. Video Views Campaign) í Facebook auglýsingatólinu.  Mjög vinsælt er að gera grafísk kynningarmyndbönd á mörgum fyrirtækjum en það þarf ekki endilega að vera, myndböndin geta verið hvernig sem er. Þú þarft að vera skapandi! Fólk elskar sögur svo segðu fólkinu sögu. Við setjum inn myndband, textum það, setjum það inn í réttri stærð og gerum það fínt. Þá er herferðin nokkuð klár, það er þitt að finna út hversu stóran markhóp þú ætlar að miða á en það er gott að hafa hann nokkuð stóran. Þá er gott að dreifa herferðinni yfir smá tíma, prófum mánuð með daglega fjárhagsáætlun.

Næst þurfum við að útbúa sérstakan markhóp fyrir myndbandið okkar inn í Facebook auglýsingatólinu.

  • Byrjum á að opna það hér
  • Fyrst þarf að velja réttan auglýsingaaðgang (e. Ad Account).
  • Svo búum við til markhóp (e. Create Audience) og veljum sérsniðinn markhóp (e. Custom Audience).
  • Í okkar tilviki ætlum við að velja Virkni (e. Engagements) og svo myndbönd (e. video). En það er tegund hópsins sem við ætlum að nota í dag.
Tegund sérsniðna markhópsins (Skjáskot)

Þegar við erum búin að velja sérsniðinn myndbandsmarkhóp þurfum við að stilla hann rétt. Fyrst veljum við myndbandið sjálft sem við höfðum sett inn og svo viljum við stilla markhópinn útfrá hversu mikið notandinn horfði á það. Við getum valið úr 3 sek, 10 sek, 25%, 50%, 75% eða 95% áhorfi. Fyrir þá sem vilja grafa dýpra geta búið til marga mismunandi hópa en við ætlum að búa til einn 25% eða 50% hóp. Með því að velja stillingar með hærra áhorfi, því minni verður markhópurinn.
Svo það síðasta sem við veljum er nafn á markhópinn og þessi er tilvalinn að heita “Líklegir í heita pottinn”.

Heiti potturinn

Í heita pottinum erum við að tala við þá sem hafa áhuga á okkur og það er ágætlega heitt í heita pottinum svo að það er enginn að drífa sig upp úr pottinum. Athyglin er á þér og þú þarft að koma með söluræðuna, núna er tækifærið.

Við búum þá til nýja herferð með nýja markhópnum okkar til þess að einblína herferðina eingöngu á þá sem hafa horft á drjúgan hluta af myndbandinu sem við settum inn.  Hér viljum við búa til auglýsingaherferð sem að hefur aðeins meiri skilaboð en kalda potta herferðin.

Nokkur dæmi af hvernig við getum sett upp auglýsingum sem við getum notað.

Dæmi 1: Flettiskilta (e. Carousel) auglýsing

Flettiskiltaauglýsingarnar eru mjög hentugar þeim sem vilja sýna nokkrar mismunandi þjónustur. Þarna getur haft allt að fimm flettiskilti, þau kosta yfirleitt minna en aðrar auglýsingar og eru vinsæll kostur til þess að leyfa notandanum að kynnast þér enn betur.

Dæmi 2: Tilboð!

Notandinn gæti verið til í að hoppa á pakkann ef þú ert með gott tilboð. Sýndu hvað þú þarft að gera með afsláttarkóða og ekki hika við að nota tjákn! (e. emoji).

Dæmi 3: Jákvæð umsögn 

Það vekur alltaf athygli hvað aðrir segja um vörur eða þjónustu. Fáðu viðbrögð frá notendum og fyrirtækjum og notaðu það til að stækka við þig.

Þegar þú ert búinn að ákveða hvernig herferðin lýtur út, hversu lengi hún á að vera í gangi (mæli með dágóðan tíma) og hvaða auglýsingu þú valdir ert þú klár með tvær herferðir, eina kalda og eina heita.

 
Samfélagsmiðlanördar
Lokaður group · 19 meðlimir
Gerast meðlimur
Hvetjum þig til þess að koma í Facebook hópinn okkar þar sem við fylgjumst með því nýjasta á samfélagsmiðlum.
 
Athugasemdir