Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Vertu þín eigin auglýsingastofa

Papaya stendur fyrir námskeiði fyrir þá sem vilja koma sér af stað á samfélagsmiðlum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki að vera sýnileg á samfélagsmiðlum. Sama hvernig rekstri fyrirtækið er í eru ótal tækifæri sem reynast öllum gagnleg á samfélagsmiðlum. Við viljum að fyrirtækin geti verið sjálfbær á miðlunum og geti séð um sig sjálf.

9 hlutir sem farið verður yfir

  1. Kynning á auglýsingatóli Facebook og Instagram
  2. Mismunandi herferðir
  3. Sérstakir markhópar
  4. Facebook Pixel
  5. Instagram auglýsingar
  6. A/B herferðir
  7. Niðurstöður herferða & tölfræði
  8. Hvað er það nýjasta í dag
  9. Möguleikarnir á Messenger, Snapchat og LinkedIn

Skipulag

Kennt verður tvo þriðjudaga í röð frá 19:30-22:00, þriðjudagana 8. & 15. janúar 2019.

Staðsetning: (TBA) í Reykjavík.

Leiðbeinandi

Magnús Sigurbjörnsson er framkvæmdastjóri Papaya. Hann hefur stýrt fjölda markaðsherferða á samfélagsmiðlum fyrir ýmis fyrirtæki ásamt því að hafa stýrt sl. kosningabaráttum Sjálfstæðisflokksins á netinu.

Verð

Námskeiðsgjald er 37.990 kr*.

Innifalið í námskeiðsgjaldi eru tveir dagar af fyrirlestrum, sérstakur Facebook hópur með öllum námskeiðsgestum eftir að námskeiðinu lýkur og mikið kaffi.