Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Myndbönd með frumsýningardag

Facebook kynnti á dögunum Facebook Frumsýningar (e. Premiere) þar sem að Facebook síður geta nú dregið meiri athygli að myndböndunum sínum og haft alvöru frumsýningardag. Þegar að maður hleður upp nýju myndbandi á Facebook síðu getur maður nú valið frumsýningardag allt að 7 daga fram í tímann.

Papaya/Skjáskot: Þegar maður hleður upp myndbandi og smellir á “Premiere” birtist þessi valmynd.

Þegar að hinn venjulegi Facebook notandi getur ekki hamið sig yfir væntanlegu myndbandi að þá getur hann fengið áminningu um það hvenær myndbandið kemur í loftið. Þetta væri sem dæmi gott fyrir hljómsveit sem væri að gefa út tónlistarmyndband sem myndi vilja skapa smá spennu og umtal áður en þau gefa út tónlistarmyndbandið. Notendur fá fyrstu áminningu 20 mínutum áður en myndbandið fer í loftið.

Gott er að hafa í huga

  • Einungis er hægt að nota Premiere eiginleikann á Facebook síðum
  • Einungis er hægt að nota hann í gegnum tölvu (Windows/MacOS)
  • Ekki er hægt að frumsýna gamalt myndband, einungis glæný sem á að fara hlaða upp á viðkomandi Facebook síðu
  • Frumsýningarmyndbönd þurfa að vera amk. 30 sekúndur og má ekki vera stærra en 10 gb.

Þegar frumsýning hefst

Þegar frumsýning á myndbandinu fer í gang fer það í beina útsendingu (e. Live) undir merkjum Facebook Premiere.
En óháð beinum útsendingum þarf stjórnandi síðunnar ekki að vera viðstaddur, myndbandið fer bara í gang og notendur Facebook geta sent inn athugasemdir á meðan á myndbandinu stendur. Þegar frumsýningarmyndbandinu er svo lokið helst myndbandið svo inni eins og venjulegt myndband og er komið á viðkomandi Facebook síðu.

 
Samfélagsmiðlanördar
Lokaður group · 19 meðlimir
Gerast meðlimur
Hvetjum þig til þess að koma í Facebook hópinn okkar þar sem við fylgjumst með því nýjasta á samfélagsmiðlum.
 
Athugasemdir