Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Leyfir Twitter þér að breyta tístum?

Twitter eru að skoða þann möguleika að leyfa notendum sínum að breyta tístunum/færslunum (e. tweet). Forstjóri Twitter,  Jack Dorsey, tjáði sig um málið á ráðstefnu á Indlandi á dögunum en talið er að þetta sé eitt af eftirsóttasta sem að notendur Twitter vilja bæta við miðilinn. Fara þarf þó varlega í þetta ferli þar sem að stór breyting á innihaldi eins tísts getur verið áhættusöm, aðallega ef að margir eru búinir að líka við (e. like) eða endurtísta (e. retweet) tístinu þínu.

Nokkrar hugmyndir eru uppi um hvaða reglur myndu gilda svo að notandinn gæti breytt:

  • Margir notendur vilja laga stafsetninga- og málfarsvillur í tístunum sínum en það er ómögulegt í dag og þarf að eyða tístinu ef notandinn vill hafa þetta rétt
  • Notandinn fær 10 mínutur til þess að breyta tístinu, ef hann gerir það ekki innan þess tímaramma er það ómögulegt (Maður er varla að fara að breyta nokkra mánaða gömlu tísti, er það?)
  • Notandinn getur ekki breytt tísti ef að einhver endurtístir því þar sem að þá er annar notandi búinn að endursegja það sem viðkomandi sagði og ætti því að vera ómögulegt að breyta tístinu

Þannig Twitter þarf heldur betur að vanda sig þegar það kemur að þessari nýjung. Samfélagsmiðillinn Twitter er skapaður sem raun-tíma samfélagsmiðill og hefur náð að skera sig talsvert frá öðrum miðlum. Twitter er eini stóri miðillinn í dag sem bíður ekki upp á breytingar á færslunum sínum.

Twitter er einnig í tilraunum með með að hafa tvær tímalínur en notandinn getur þá valið að fá öll nýjustu tístin í rauntíma eins og vaninn er eða beðið um að fá vinsælustu tístin beint í æð.

Þá hefur einnig myndast umræða um að Twitter þoli ekki líka við (e. like) takkann og hyggst fjarlægja hann. Twitter hefur staðfest að þau eru að endurskoða þann takka en ekkert hefur verið ákveðið ennþá.

 
Samfélagsmiðlanördar
Lokaður group · 19 meðlimir
Gerast meðlimur
Hvetjum þig til þess að koma í Facebook hópinn okkar þar sem við fylgjumst með því nýjasta á samfélagsmiðlum.
 
Athugasemdir