Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Facebook síður geta nú farið inn í Facebook hópa

Facebook síður (e. Pages) geta nú farið inn í Facebook hópa (e. Groups) svo lengi sem að stjórnandi hópsins banni það ekki.

Eins og sjá má á þessu skjáskoti hér fyrir neðan er komin ný stilling sem hver stjórnandi Facebook hóps getur nálgast undir (Meira > Breyta stillingum hóps). Þar er hægt að leyfa Facebook síðum að biðja um aðgang að hópnum þínum. Þetta kemur sér vel fyrir fólk sem að notar eingöngu Facebook síðu og ekki Facebook prófíl en þetta var ekki möguleiki áður fyrir Facebook síður.

Skjáskot sem sýnir að Facebook síður megi nú koma inn í hópa.

Talið er að Facebook vilji efla hópana sína en stjórnendur hópana geta stýrt þessu að vild og jafnframt bannað síður líkt og notendur. Þetta er vissulega áhugaverð viðbót fyrir Facebook síðustjórnendur og gæti komið sér vel í að koma Facebook síðunni þinni betur á framfæri.  Aldrei að vita nema að nokkrir notendur gætu verið líklegri til þess að líka við síðuna ef að hún sé virk í einum Facebook hóp.

 
Samfélagsmiðlanördar
Lokaður group · 19 meðlimir
Gerast meðlimur
Hvetjum þig til þess að koma í Facebook hópinn okkar þar sem við fylgjumst með því nýjasta á samfélagsmiðlum.
 
Athugasemdir