Smelltu á ENTER til að sjá niðurstöður eða ESC til að hætta við.

Búa til nýja staðsetningu á Instagram

Í gömlu góðu dagana var lítið mál að búa til staðsetningu á Instagram þegar maður setti inn myndir eða myndskeið. Með tímanum hefur staðsetningagagnagrunnur Instagram breyst og aðlagast að Facebook Places og er núna gerð krafa að staðurinn sé til í kerfi Facebook.

Staðsetning birtist alltaf undir nafni notandans á Instagram.

 

Til að búa til nýja staðsetningu á Instagram þarf að fara inn í Facebook appið í símanum.

 1. Smelltu á “Check-In” efst uppi til hægri við þar sem að þú myndir setja inn nýja Facebook uppfærslu.

  Fyrsta skref er að fara á Facebook í símanum.
 2. Búa til nýja staðsetningu með því að skrifa hana inn í leitargluggann.
  Við skrifum: “Ávaxtasala Papaya”. Þar sem að það ætti ekki að vera til, ætti að birtast blár reitur til þess að bæta því við.
 3. Smelltu á Add “Ávaxtasala Papaya” in …
 4. Veldu flokk fyrir staðsetninguna þína. Reyndu að velja réttan flokk, það kemur sér best fyrir alla.
 5. Kláraðu nú skráninguna. Það er best að setja inn rétt heimilsfang og þær upplýsingar sem koma fyrir í lokaskrefinu. Einnig er mælst til þess að þú sért á staðnum og hakir í “I’m currently here”.
 6. Til hamingju! Þú getur nú fundið staðsetninguna í Instagram og notað hana fyrir nýjar myndir, myndskeið og líka í Instagram Story.

Gott að hafa í huga

 • Það gæti verið gott að skrá sig inn (check-in) á nýju staðsetninguna þína einu sinni á Facebook ef hún birtist ekki strax. Yfirleitt er það óþarfi.
 • Reyndu að vera nálægt nýju staðsetningunni þinni, það ætti að gera þér auðveldar fyrir líka og haka í “I’m currently here” eykur lýkurnar á því að ferlið takist.

 

Ta-da.
 
Samfélagsmiðlanördar
Lokaður group · 19 meðlimir
Gerast meðlimur
Hvetjum þig til þess að koma í Facebook hópinn okkar þar sem við fylgjumst með því nýjasta á samfélagsmiðlum.
 
Athugasemdir